Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Aniston tjáir sig um leið til að heiðra Perry: „Hann hefði verið þakklátur fyrir kærleikann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jennifer Aniston hvetur aðdáendur til að styrkja The Matthew Perry Foundation, sem eru samtök sem stofnuð voru til að hjálpa þeim sem glíma við fíkn.

Matthew Perry, sem lék með Jennifer Aniston í áratug í þáttunum sívinsælu, Friends, lést eins og heimurinn veit, í lok október en samtökin The Matthew Perry Foundation voru stofnum nærri viku síðar. Dagurinn á eftir Þakkargjörðardaginn kalla Bandaríkjamenn Giving Tuesday eða gefandi þriðjudagur eins og hægt er að beinþýða yfir á ástkæra ylhýra en sá dagur snýst um að gefa af sér í gegnum góðgerðarstörf. Það var einmitt á þeim degi sem Jennifer Aniston hvatti aðdáendur til að styrkja samtökin. „Hann hefði verið þakklátur fyrir kærleikann.“

Perry, sem lengi glímdi við fíkniefnavanda, sagði ári fyrir andlát sitt að hann vildi ekki vera minnst sem leikari í Friends. „Þegar ég de, vil ég ekki að Friends sé það fyrsta sem verður minnst á,“ sagði hann við Q í fyrra. „Ég vil vera minnst sem einhvers sem lifði vel, elskaði vel, var leitandi. Og að aðalatriðið hafi verið að ég vildi hjálpa fólki. Það er það sem ég vil.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -