Vélstjórinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir skrifar um síðustu klukkustundir sínar á Íslandi en hér hefur hún notið jólahátíðarinnar í fyrsta skipti í nokkur ár. Hún hefur verið dugleg að segja frá ferð sinni til Íslands en hún hefur skrifað dagbókarfærslur á hverjum degi frá því að hún flutti til Tenerife, 1973 dögum síðan.
Í nýjustu færslu sinni segist hún hafa dottið í það en byrjar þó á því að segja frá síðustu stundum sínum á Íslandi.
„Dagur 1973 – Ég datt í það.
Því næst segir Anna frá því hvað tók við þegar hún kom á flugstöðina í Keflavík.
„Eftir að ég kvaddi Hannes fór ég inn í flugstöðina, en þar sem ég var að ferðast á SagaClass, fór ég beint að viðkomandi þjónustuborði, en þar var engin til að afgreiða mig. Á borðinu við hliðina var hinsvegar stúlka sem vildi allt fyrir mig gera, en bara á (útl)ensku. Ég reyndi að gera mig skiljanlega á íslensku og einhvernveginn tókst okkur að velja töskunni minni réttan farveg og ég hélt glöð í bragði upp að öryggisleitinni, forgangshlutanum. Sem betur fer talaði fólkið þar íslensku. Ég tók fram bakka, setti í hann tölvuna mína og símann minn, en auk þess eitt stykki Æfón ásamt öðrum og glænýjum síma. Þetta reyndist of mikið fyrir öryggisleitina. Ég var rekin til baka með allt góssið, þurfti að raða öllu í tvo bakka, en að endingu komst ég í gegn með allt góssið, þar á meðal Æfón og farsíma til Tenerife.
Anna var fegin þegar hún komst loksins í „eðlilegt loftslag“:
Að lokum segir Anna frá því að hún hafi fengið sér að drekka um kvöldið með vinum en hefði betur lagt sig áður.