Föstudagur 20. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Anna er komin heim: „Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir er kominn heim til Íslands en þetta er í fyrsta skipti síðan 2018 sem hún eyðir jólunum hér á landi.

Á dögunum sagði Mannlíf frá heimþrá vélstjórans og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur en hún hefur búið á Tenerife síðastliðin fimm ár. Anna hefur allt frá því hún flutti til Paradísar, eins og hún kallar spænsku eyjuna, skrifað vinsælar dagbókarfærslur á Facebook um lífið á Tene. Í færslunni um daginn sagðist Anna vilja eyða jólunum á Íslandi og óskaði eftir heimboði. Það virðist nú hafa komið því vélstjórinn orðheppni er kominn heim.

„Dagur 1956 – Komin á Klakann.

það verða eitthvað vesældarlegar færslur hjá mér næstu tvær vikurnar enda erfitt að segja frá lífinu á Tenerife þegar ég er 4000 kílómetra í burtu.
Ferðin til Íslands gekk vel. Ég var komin á flugvöllinn þremur tímum fyrir brottför, vélin fór í loftið á réttum tíma og var nærri hálftíma á undan áætlun til keflavíkur, enda óvenjulétt, einungis 60 farþegar í henni. Þjónustan um borð var hreint afbragð og netið virkaði svona ljómandi vel mestallan tímann. Reyndar var þetta í fyrsta sem mér hefur tekist að tengjast netinu í MAX vél og að sjálfsögðu nýtti ég mér það óspart. Svo má ekki gleyma því að ég náði þessari fínu sólarlagsmynd í háloftunum og sem ég birti í gær á aðalsíðunni minni.“

Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu en hún hafði þó yfir einu að kvarta varðandi flugið:

„Einasta kvörtunin með þessa ferð var sú útgangurinn frá færiböndunum er alveg hræðilega illa merktur, en þar er ISAVIA um að kenna auk eilífðar verkefna þeirra við skammtímastæðin utandyra. Hannes fyrrum vinnufélagi minn hjá Veitum sótti mig og skilaði alla leið heim til Guðrúnar frænku minnar sem hefur boðið mér gistingu meðan á dvöl minni stendur.“

Að lokum upplýsir hún um það hvað næstu dagar fara í hjá henni:

„Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018 og nú fara næstu dagar í að heilsa upp á vini og ættingja. Nóg að sinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -