Anna Kristjánsdóttir er spennt fyrir þingkosningunum í nóvember og væri helst til í að vera í heiðurssæti Samfylkingarinnar.
Gleðigjafinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdótitr talar um væntanlegar alþingiskosningar sem fara fram í lok nóvember, í nýrri dagbókarfærslu á Facebook. Í færslunni segist hún einu sinni hafa verið á framboðslista, en það var árið 2009. Þó að hún hafi ekki verið í nema 19 sæti listans vill Anna meina að kosningasigurinn sem vannst það árið hafi að miklu leyti verið henni að þakka.
„Dagur 1891 – Kosningar framundan.
Sjálf hefi ég einu sinni lent á framboðslista, en það var árið 2009, en þá var ég í 19. sæti í Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna. Þótt ég hafi ekki riðið feitum hesti persónulega frá þeim kosningum, þá vannst stærsti kosningasigur í sögu Samfylkingarinnar, allavega fram að þessu og að sjálfsögðu þakka ég sjálfri mér fyrir þennan glæsilega sigur. Ég skil svo ekkert í því af hverju mér var ekki boðið á lista eftir það miðað við hversu mikil áhrif ég hafði á sigur flokksins.“
Segir hún það hafa staðið henni reyndar til boða að vera á heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna árið 2021 en þá hafi hún verið flutt til Tenerife og ekki getað það.
„Reyndar var haft samband við mig fyrir kosningarnar 2021 og kannað hvort ég vildi taka heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, en þar sem ég er með heimilisfesti á Tenerife, kom það auðvitað ekki til greina og ég fór grátandi heim. Best að taka það fram enn og aftur að þótt ég sé með heimilisfesti hér á eyjunni, þá er ég ekki með lögheimili hérna. Þar er ég vafalaust óstaðsett í hús í Reykjavík norður í kjördeild númer átta í Ráðhúsinu, enda greiði ég mína skatta og skyldur á Íslandi.“
Síðar í færslunni segir Anna í lokaorðum sínum, að hún ætli að sjá hvernig hinn nýji formaður Samfylkingarinnar tekur á Evrópumálum.
En það eru kosningar í nánd og ég hlakka til.“
Hér má sjá færsluna í heild sinni: