Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Anna Kristjáns og kakkalakkarnir: „Sauðmeinlausir, en ógeðslegir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég sé að DV skrifar um kakkalakkaplágu á Tenerife. Ég viðurkenni alveg að ég er lítt hrifin af þessum kvikindum, en geri mér um leið grein fyrir því að kakkalakkar eru sauðmeinlausir, bara ógeðslegir.“ Þannig hefst nýjasta dagbókarfærsla Önnu Kristjáns, þar sem kakkalakkar eru henni hugleiknir.

Vélstjórinn fyndni, Anna Kristjánsdóttir rifjar upp í færslunni þegar hún kynntist kakkalakkaplágum til sjós:

„Ég hefi vissulega kynnst alvöru kakkalakkaplágum til sjós þar sem allt var morandi í kakkalökkum, meira að segja svo slæmri á einu skipinu að ég þurfti að halda mér fast í kojuna svo þeir hentu mér ekki úr kojunni til að auka rýmið fyrir sjálfa sig (smáýkjur), en það voru engar ýkjur að vesalings bátsmaðurinn vaknaði eitt sinn við að einn kakkalakkinn var á sængurkantinum og ullaði á hann. Hræðsluópið í honum heyrðist um allt skip. Hann hætti eftir túrinn. Best að taka fram að ég hefi aldrei verið bátsmaður til sjós svo ekki var það ég sem hljóðaði, en skepnan ég hló að hræðslunni í vesalings bátsmanninum.“

Þá segist Anna fyrst hafa kynnst fljúgandi kakkalökkum þegar hún flutti til Paradísar:

„Ég hafði aldrei kynnst fljúgandi kakkalökkum fyrr en ég flutti til Tenerife. Það er kannski rangt að tala um að þeir fljúgi, frekar að þeir svífi, en ef þeir eru svo óheppnir að lenda á bakinu er þeim bráður bani búinn, því fæstum dettur til hugar að snúa þeim við og bjarga lífi þeirra. Þeir láta sig berast með vindinum og geta því alveg eins komist upp á efstu hæðir húsa, en þeim líður samt best í kjallaranum og láta ekki mikið fara fyrir sér í dagsbirtu. Ég þekki þó einn Vestmannaeying sem tekur þá gætilega upp, réttir þá við og sleppir þeim utandyra ef þeir komast inn til þeirra hjóna hér á eyjunni. En hann er líka dæmigerður Eyjamaður sem ber virðingu fyrir lífríkinu og náttúrunni.“

Seinna í færslunni gefur hún ráð gegn helvítis kakkalökkunum:

„Fyrsta árið mitt á Tenerife fékk ég oft kakkalakka inn til mín þótt ég byggi á fimmtu hæð, en þeir voru samt hátíð samanborið við Herra Grinch sem bjó á hæðinni fyrir neðan mig. Innan við ári eftir að ég flutti hingað, skipti ég um íbúð og flutti hingað sem ég er í dag. Þótt ég sé nú á annarri hæð, eru skiptin sem ég hefi séð kakkalakka inni hjá mér lítt fleiri en telja má á fingrum annarrar handar. Ein er samt reglan. Eftir að myrkrið skellur á loka ég út á svalir ef ég er ein heima. Það er bursti undir útidyrahurðinni hjá mér til að hindra að smákvikindi komist undir útidyrnar og ég er með net fyrir glugganum á baðherberginu. Að auki er ég ávallt með inniskó við hliðina á rúminu mínu, en hefi samt aldrei stigið á neitt lifandi hafi ég þurft að tæma blöðruna að nóttu til. Svo er gott að skúra gólfið með sítrónuvatni því kakkalökkum er illa við sítrónuilminn.
Sagan af kakkalakkaræktun minni verður ekki sögð hér, enda sorgarsaga.
Ekki orð um það meir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -