Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Anna með gott ráð fyrir fólk sem tekur sjálfur:„Annars lítiði út fyrir að vera að fá heilablóðfall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Gunndís Guðmundsdóttir er annt um að laga sjálfur fólks á samfélagsmiðlunum, nú þegar sumarið er mætt í allri sinni dýrð og tækifærin til að taka skemmtilegar sjálfsmyndir hrannast upp.

Leikkonan, handritshöfundurinn og leikstjórinn Anna Gunndís Guðmundsdóttir birti spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hún kennir fólki að taka almennilegar sjálfsmyndir á símana sína.

„AÐ GEFNU TILEFNI!

Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér mynd til að gera augnablikið ódauðlegt.“ Þannig hefst færslan. Og heldur svo áfram:

„Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í selfies. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum, á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju.
Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU.“

En af hverju vill Anna að við horfum á linsuna?

„Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það!“

Anna bendir einnig á að það sama gildi um ljósmyndakassana í partýinu. Og birtir svo að lokum sjálfur, máli sínu til stuðnings.

„Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur LOOK HERE! Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á LOOK HERE! Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna.
Vinstri mynd: HORFT Í LINSU
Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL
Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar.“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir.
Ljósmyndir: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -