Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Anna með strengi og lurkum lamin eftir flugferðina: „Sætin voru svona standard Ryanairsæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir er farin í frí enda hálfgerð vinna að njóta lífsins á Tenerife alla daga.

Í nýjustu dagbókarfærslu húmoristans og vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur á Facebook, segir hún frá Spánarferð sem hún er farin í. Hún býr vissulega á spænskri eyju en er farin í frí á meginlandið. Flugferðin gekk sæmilega, þó sérstaklega ferðin inn í flugvélina frá flugvellinum en hún var bara með tvær töskur og fór hratt í gegnum öryggisleitina og inn í flugvél En svo tók við „standard Ryanairsæti“ eins og Anna kallar þau og sagði að þau væru „þröng og ekkert of þægileg, ekki hægt að hreyfa neitt, ekki einu sinni of stutta armana svo það varð ómögulegt að gera sér sætið þægilegt og átti ég þó heita í betri sætum.“ Flugið tók ekki langan tíma en Anna segist hafa komið úr vélinni með strengi og lurkum lamin.

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Dagur 1684 – Spánarferð.

Eins og sjá má af mynd gærdagsins, skrapp ég til Spánar í gær. Þið megið samt ekki misskilja mig, en þótt Kanaríeyjar séu spænsk sjálfstjórnarsvæði, þá líta margir íbúanna ekki á sig sem Spánverja heldur fyrst og fremst Kanaríbúa. En ég fór semsagt til meginlands Spánar í gær og fengu Pétur fyrrum vinnufélagi minn og Ásta konan hans heiðurinn af því að aka mér á flugvöllinn á henni Mjallhvít minni.
Ferðin gekk vel að því leyti að ég var einungis með tvær cabintöskur, eina stóra og eina litla og því engin vandræði við innritun, heldur fór ég beint inn að öryggisleit við komu á norðurflugvöllinn og hratt í gegn og hófst þar með bið eftir vélinni, enda var ég komin á staðinn tveimur tímum fyrir brottför og var að sjálfsögðu með þeim fyrstu eða fyrst til að bíða eftir vélinni.
Svo kom vélin, rúmlega ársgömul MAX vél frá Ryanair, en það breytti ekki því að sætin voru svona standard Ryanairsæti, þröng og ekkert of þægileg, ekki hægt að hreyfa neitt, ekki einu sinni of stutta armana svo það varð ómögulegt að gera sér sætið þægilegt og átti ég þó heita í betri sætum. Þvert á mig bakborðsmegin var fjölskylda með tvo smástráka sem voru uppátækja- og hávaðasamir. Að sjálfsögðu var ekkert að því, en verra fyrir fólk sem ætlar að fá sér smálúr á leiðinni yfir hafið.
Ferðin gekk vel, vorum ekki nema rúma tvo og hálfan tíma á leiðinni, en mikið var nú samt gott að komast með strengi og lurkum lamin úr vélinni og alla leið út þar sem Ásta vinkona mín beið mín og héldum við heim til hennar hvar ég mun gista næstu vikuna, mér til ánægju.
—–
Þar sem ég er í fríi næstu sjö dagana, verða færslurnar mína eitthvað óreglulegar meðan á Spánardvölinni stendur og ekkert endilega á réttum tíma. Á páskadag breytist klukkan og munu færslurnar mína birtast fyrr eftir það fyrir þá Íslendinga sem búa norður í dumbshafi, en þá verð ég komin aftur suður til Paradísar og regla komin aftur í líf mitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -