Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Anna og kynlífstækin – Sjálfs er höndin hollust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í gærmorgun áttum við sem oftar leið framhjá lítilli sjálfsafgreiðslu á hjálpartækjum ástarlífsins við Avenida la Habana,“ skrifar Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, á Facebook. Anna sér gjarnan skemmtilega vinkla á hinu daglega lífi og skrif hennar þykja í senn fróðleg og skemmtileg. Hún starfaði lengst af sem vélstjóri á Íslandi en er nú komin á eftirlaun og hefur sest að á Spáni, sem hún kallar Paradís, og nýtur þar ævikvöldsins með bros á vör.

Í pistli dagsins, dagur 240, lýsir hún ævintýri á gönguför þar sem kynlífstæki og nytsemi þeirra leita á hugann.

„Þótt ég hafi oft gengið framhjá áður sá ég auglýsinguna í nýju ljósi í þetta sinn og fór þegar að hugsa til Sverris stormskers sem samdi ljóð um málefni þessu tengd enda auðvelt að misskilja boðskapinn utan á versluninni. Það má víst líka skilja orðin Self service sem „Sjálfs er höndin hollust,“ skrifar Anna sem berst nú við að viðhalda daglegri hreyfingu sem gefur henni að vanda hugmyndir um eitt og annað og heldur henni í formi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -