Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Anna og útsölurnar: „Í gærmorgun rann upp svartur föstudagur, bjartur og fagur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjust dagbókarfærslu Önnu Kristjánsdóttur, sem hún skrifar frá Paradís, sem aðrir kalla Tenerife, talar hún um svarta föstudaginn sem haldinn var „hátíðlegur“ í gær víða um heim.

„Í gærmorgun rann upp svartur föstudagur, bjartur og fagur,“ skrifað Anna í byrjun færslunnar og hélt svo áfram. „Ég hafði ekki hugsað mér að kaupa neitt, en minnug þess er ég álpaðist til að kaupa mér fartölvu af lítt þekktu merki fyrir þremur árum síðan í Worten á mánudegi fyrir svartan föstudag. Tölvan sú reyndist vera mánudagsvél.“ Því næst skrifar hún um raunir sínar í tengslum við tölvuna. „ Það leið ekki á löngu uns blátönnin hætti að virka og hið einasta sem ég get gert eftir árangurslausar tilraunir tölvusérfræðings til að koma blátönninni í lag var að kaupa útanáliggjandi blátönn. Svo bilaði annað usb portið svo að ég neyddist til að fá mér fjöltengi á tölvuna. Hið næsta sem bilaði voru hjarirnar á tölvunni og þarmeð losnaði ramminn utan um skjáinn. Þá gafst ég upp, hafði samband við soninn sem flýtti sér út í Origo við Borgartún og náði í nýja Lenovo tölvu og sendi mér með fyrstu ferð og er sú tölva enn í fullri notkun og án bilana, meira að segja svo að hún hikstar ekki einu sinni þegar ég set einhverja bölvaða vitleysu út á alnetið.“

Segir Anna hafa verið að hugsa um þetta í gærmorgun þar sem hún yfir morgunsopanum, alveg harðákveðin að kaupa ekkert í tilefni dagsins. „En þá sendi fyrirtækið sem þjónustar bílinn minn mér verðtilboð í nýja skó handa Mjallhvíti. Þrjú ólík tilboð. Þau ódýrustu upp á 600€. Svo var annað upp á 750€ frá Pirelli og loks hið þriðja uppá 800€ frá Michelin með umfelgun innifalinni. Ég hugsaði mig lengi um og svo tók ég ákvörðun. Einungis hið besta er nógu gott fyrir hana Mjallhvíti mína og ég valdi Michelin. Þar með fór sparnaður dagsins fyrir bý, enda skilst mér að ég eigi að vera búin að skipta um dekk fyrir löngu síðan.“
Færsluna skemmtilegu má lesa í heild hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -