Vélstjórinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir segist í nýjustu dagbókarfærslu sinni sem hún birtir á Facebook, að hún sé komin með mikla heimþrá og vilji koma til Íslands um hátíðarnar. Í byrjun færslunnar talar hún um þann fjölda Íslendinga sem flykkjast nú til Tenerife yfir Jólin en sjálf gæti hún ekki hugsað sér að fara viljandi að heiman á þessum tíma.
„Annars skil ég ekkert i þessum Íslendingum. Ég gæti ekki hugsað mér að fara viljandi að heiman á jólum til að eyða þeim á sólarströnd. Ég man sjálf hve ég var oft einmana og með heimþrá á jólum þegar ég var til sjós eða búsett erlendis.“ Þetta segir Anna áður en hún rifjar upp þegar hún fór fyrir hönd Íslendingafélagsins í Stokkhólmni á sýningu kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar. Myndin varð til þess að Anna fékk heiftarlega heimþrá.
Börn náttúrunnar var síðan sýnd á RÚV í gær og Anna fékk aftur heimþráarkast.