Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Anna sálfræðingur um andlega líðan barna vegna sýnatöku: „Við sjálf erum miklu stressaðari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við sjálf erum miklu stressaðari fyrir þessu heldur en að þvo hárið eða tannbursta börnin,“ sagði Anna María Valdimarsdóttir, sálfræðingur á Sálstofunni í viðtali við Mannlíf í morgun.
Þá hefur borið á því að foreldrar hafi áhyggjur af mögulegum langtímaáhrifum sem sýnatökur geti haft á börn þeirra.  Þá séu dæmi um að foreldrar hafi þurft að fara með börn sín vikulega í PCR sýnatöku í 4-6 vikur.

Sagði Anna að foreldrar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kvíða hjá börnum sínum vegna sýnatökunnar.

„Í rauninni ætti þetta ekki að valda kvíða til lengri tíma. Þetta er óþægilegt en ekki hættulegt. Þau eru að fá oftar og oftar staðfestingu þess að þetta er ekki jafn hættulegt og þau kanski halda í byrjun“.

Þá segir hún að kvíði barnanna sé frekar yfir því sem er óþekkt en mikilvægt sé að ræða við börnin og útskýra fyrir þeim ferlið. Börnin óttist oft eitthvað allt annað en það sem foreldrar halda og þá er mikilvægt að ræða það. Einnig er gott að bjóða upp á einhvers konar umbun, bjóða þeim að hafa tónlist á meðan og hvetja þau áfram.

Hvað yngri börnin varðar segir Anna enga ástæðu til þess að ætla að sýnatökurnar valdi þeim kvíða. Það gæti hinsvegar setið í þeim að þetta sé óþægilegt.

„Þarf að forðast að vera ekki stanslaust að hughreysta eða stanslaust að tala um þetta,“ segir hún og bætir við að slíkt gæti haft öfug áhrif.

- Auglýsing -

Á Facebook síðu Sálstofunnar má finna ráð til foreldra vegna bólusetninga barna. Anna segir að þar eigi margt það sama við og þegar kemur að sýnatökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -