Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Anna segir þetta kosti að leigja íbúð á Tenerife: „Kannski er þetta bara snobb“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gleðigjafinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum, skrifar færslur á hverjum degi um lífið á Tenerife eða Paradís eins og hún kallar hina spænsku eyju. Færslurnar birtir hún á Facebook við fádæma vinsældir.
Í nýjasta pistli sínum skrifar hún hugleiðingar sínar um verðlagið á eyjunni fögru og kemur þar meðal annars inn á það sem margur Íslendingurinn hefur sjálfsagt verið að velta fyrir sér: Hvað kostar að leigja íbúð á Tenerife. Leyfum Önnu að svara því:
„Að leigja íbúð á túristasvæðunum í suðri er miklu dýrara. Það er vissulega hægt að leigja íbúðir utan túristasvæðanna og er það jafnvel ódýrara. Ég leigi íbúð með tveimur svefnherbergjum á 950€ á mánuði, reyndar allt innifalið. Það hefur ekkert verið byggt í Los Cristianos í nokkur ár og mikill og vaxandi skortur á íbúðum og sem leiðir af sér hækkað leiguverð á íbúðum. Veit ég nýtt dæmi um íbúð með einu svefnherbergi og án sundlaugar á 1100€ á mánuði í gamla bænum,“ segir Anna og bendir á að það er líka hægt að finna ódýrara húsnæði:
„Það er svo ljóst að um leið og komið er út fyrir Arona og Adeje er verðið orðið þolanlegt. Þannig leigir vinkona mín tveggja svefnherbergja þakíbúð í El Médano á 750€ á mánuði. Það er að vísu engin sundlaug, en mjög stórar þaksvalir þaðan sem auðvelt er að fylgjast með flugumferðinni við flugvöllinn Tenerife sur eða liggja í sólbaði. Kannski er þetta bara snobb að vilja búa innan um alla túristana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -