Anna Kristjánsdóttir skelfur úr kulda í Spánarfríi sínu.
Eins og lesendur Mannlífs vita er Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri og húmoristi, í fríi á meginlandi Spánar. Í nýjustu dagbókarfærslu hennar kvartar hún undan kulda.
Anna segist hafa komið fjórum sinnum til meginlands Spánar og í hvert skipti skolfið úr kulda.
„Ég hefi komið fjórum sinnum til meginlands Spánar. Fyrst vorið 2018, en síðan aftur haustið 2022, í febrúar 2023 og núna síðari hluta marsmánaðar 2024. Í öll skiptin hefi ég verið skjálfandi úr kulda mestallan tímann, þó síst vorið 2018 er ég fékk tvo sæmilega og ásættanlega sólardaga af þeim sjö sem ég dvaldi hérna í það skiptið. Best að taka fram til að fyrirbyggja misskilning, að þetta hefur ekkert með gestgjafa minn að gera, en hún hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að halda á mér hlýju.“
Að lokum spyr Anna sjálfa sig spurningar:
„Fyrir bragðið spyr ég mig þess, er eitthvað að termóstatinu hjá mér eða er fólk að skrökva að mér um vistina á sólarströnd? Þeir Íslendingar sem ég hefi hitt hér eru sannfærðir um hið fyrrnefnda, að ég sé kuldaskræfa.“