Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Anna Sóley gefur út nýja breiðskífu – Mörk milli fortíðar og nútíðar, raunveruleika og skáldskapar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Sóley sendir frá sér ellefu laga breiðskífu, Modern Age Ophelia. Platan er gefin út af Smekkleysu og kemur út á geisladisk og á öllum helstu streymissveitum 9. september. Lögin og textarnir eru eftir Önnu Sóley fyrir utan Tíminn líður sem heitir upphaflega Kind Folk og samið af Kenny Wheeler en Anna samdi íslenskan texta við lagið.

Lilja María Ásmundsdóttir hannaði myndverkið á albúminu

Einvala lið kemur að flutningi á plötunni. Mikael Máni Ásmundsson spilar á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og Rhodes, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Lilja María Ásmundsdóttir spilar á Hljóðskúlptúrinn Huldu og Tumi Árnason á tenórsaxófón. Rakel Sigurðardóttir og Salóme Katrín Magnúsdóttir syngja bakraddir og Strokkvartettinn Siggi spilar inn á tvö laganna. Birgir Jón Birgisson sá um upptöku, hljóðblöndun og tónjöfnun. Upptökur fóru fram í Sundlauginni.

Anna Sóley.
Ljósmynd: Aðsend

Lilja María Ásmundsdóttir hannaði myndverkið á albúminu. Ágúst Ævar Gunnarsson og Kinnat Sóley sáu um umbrotið. Valdís Thor tók polaroid myndir af hljómsveitarmeðlimum sem sjá má á albúminu og í textabæklingnum sem fylgir. Myndin framan á albúminu varð upphaflega skyssa sem Lilja teiknaði af Önnu sitjandi við píanóið að semja tónlist sem seinna meir varð upphafið af plötunni.

Anna Sóley er lagasmiður og söngkona sem sækir innblástur frá margvíslegum frásögum í lífi og listum. Í tónlistinni koma saman mismunandi stefnur; módern jazz, grúf, popp og alþýðutónlist, ásamt textum með einn fótinn í raunveruleikanum og hinn í draumheimum. Þema plötunnar eru sögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mörk milli fortíðar og nútíðar, raunveruleika og skáldskapar, og kannski einna helst forvitnilegar persónur. Einhverjar tilraunir eru líka með ljóðaflutning eða talað mál yfir tóna.

Echo er fjórða smáskífan af plötunni og textinn innblásinn af sögu úr Ummyndunum Óvíds, Narkissus og Ekkó. Hér er sagan sögð út frá sjónarhorni og innri hugarheimi Ekkó, aðlöguð að draumkenndum nútíma. Í aðdraganda að útgáfu Modern Age Ophelia hefur Anna Sóley sent frá sér smáskífurnar I Just Smile, Brighter Day og 13 Pieces.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -