Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Anne Heche vildi að þessar tvær konur léku sig: „Þannig sé ég sannan listamann tækla heiminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anne Heche var alveg viss hver ætti að leika hana ef gerði yrðir kvikmynd um líf hennar. Fram er komið myndskeið úr hlaðvarpsviðtali sem tekið var við hana rétt fyrir andlát hennar.

Í myndskeiðinu ræðir hún um þær leikkonur sem hún væri til í að myndu leika unga útgáfu af henni ef gerð yrði kvikmynd um hana.

„Miley Cyrus eða Kristen Bell. Ég hef áður spáð í þetta,“ svaraði Anne heitin í hlaðvarpsþættinum Behind the Velvet Rope sem fór í loftið á mánudaginn. Sagði hún að þær hafi svipaðan persónuleika og hún: „Þær tvær hafa báðar þau persónueinkenni að geta tekist á við heiminn á þann hátt sem mér finnst að ég hafi einnig gert og myndi vilja að kæmi fram.“

Sagði Heche að Cyrus væri „Drullugóð leikkona“ og sagðist hún vera mest hrifna af leik hennar í Hannah Montana barnaþáttunum og bætti því við að hún sjálf hefði einnig byrjað ung að leika í kvöldverðaleikhúsi í New Jersey.

„Ég hef séð hana leika Hannah Montana. Að geta leikið hana og ná að túlka þann karakter og að vera eins hugrökk og hún hefur verið, að fara frá Disney yfir í þú veist, Wrecking Ball,“ sagði Anne og hélt áfram: „Hvernig hún hreyfir sig, hvernig hún syngur, röddin hennar, kærleikur hennar, hún elskar gjörsamlega alla. Hæfni hennar til að fara á sviðið og syngja a cappella! Þannig sé ég sannan listamann tækla heiminn.“

- Auglýsing -

Anne talaði einnig um Kristen Bell en þær unnið saman í sjónvarpskvikmyndinni Gracie´s Choice árið 2004. „Kristen Bell gaf mér mína aðra Emmy-tilnefningu,“ sagði Heche og átti þar við samleikinn en í myndinni léku þær mæðgur. „Mér fannst ég geta speglað mig í Kristen … það hvernig hún getur sagt sögu og gert það af svo mikill ánægðu, með svo miklum persónuleika, þokka, stórkoslegri tímasetningu og húmor … ég sé mig mikið í henni. Ég held að það hafi ekki verið nein mistök að ég lék móður hennar. Og nú vil ég að hún leiki mig.“

Leikkonan Kristen Bell
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -