Skoska söngkonan Annie Lennox hefur gefið handskrifaðan texta Eurythmics-smellsins Sweet Dreams frá 1983 á góðgerðaruppboð til að safna peningum fyrir læknisaðstoð á Gaza.
Góðgerðarsamtökin Medical Aid for Palestine stendur fyrir góðgerðaruppboðinu Cinema For Gaza með ýmsum einstökum framlögum frá frægu fólki úr heimi tónlistar, kvikmynda og sjónvarps, að því er fram kemur í frétt The National.
Auk texta Lennox getur fólk boðið í klukkutíma langt Zoom-spjall við Louis Theroux, sögu fyrir svefninn frá Tildu Swinton og áritað prófarka eintak af væntanlegri bók Frankie Boyle.
Lýsingin á handskrifaða bréfi Lennox hljóðar svo: „Annie Lennox er ein goðsagnakenndasta og mest innblásnasta rödd sem komið hefur frá Skotlandi.
„Bæði með Eurythmics og sem sólólistamaður heldur tónlist hennar áfram að enduróma um allan heim og nú er hún að setja penna á blað fyrir hæstbjóðanda með því að gefa rausnarlega gjöf, bréf með handskrifuðum texta af tímalausa smellinum „Sweet Dreams“. Algjör draumur“