Tónlistarkonan Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok en í lok mars setti hún upptöku af sér að syngja lagið We Can’t Be Friends eftir Ariana Grande og hefur verið horft á myndbandið næstum átta milljón sinnum á þeim tíma.
Ariana Grande er meðal þeirra sem hafa séð myndbandið og deildi hún því með fylgjendum sínum á Instagram í gær en tæplega 380 milljónir einstaklingar fylgja poppstjörnunni á þeim samfélagsmiðli en við myndband Hrafnhildir skrifaði stjarnan einfaldlega: „beautiful“. Hrafnhildur, sem notast við listamannanafnið Raven, hefur verið að gera tónlist árum saman og er líklega þekktust fyrir að hafa unnið söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016 með hljómsveitinni Náttsól en í henni voru einnig Elín Hall og Guðrún Ólafsdóttir.
Hrafnhildur er ennþá á fullu að gera tónlist en seinasta plata hennar kom út árið 2021 og er hægt að hlusta á hana hér fyrir neðan.