Einkaþjálfarinn og frumkvöðullinn Arnar Grant, og fyrrverandi eiginkona hans, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu á sölu. Hjónin fyrrverandi fóru í sundur fyrr á árinu.
Húsið, sem stendur við Súlunes, má sjá á fasteignavef Vísis, en það er einkar stórt og glæsilegt. Eigendurnir óska eftir tilboði í eignina en fasteignamatið er tæplega 120 milljónir.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/298262356_1111340142924116_4913808815745619235_n.jpg)
Húsið er byggt árið 1990, 232,3 fermetrar á stærð, auk frístandandi bílskúrs sem er 61,2 fermetrar. Lóðin sjálf er stór með fallegu sjávarútsýni. Garðurinn er rúmgóður og í honum er heitur pottur ásamt baðhúsi með sturtu og þurr sauna. Húsið er pallahús, byggt á þremur pöllum.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/297688422_622018736214613_2630552656169729923_n.jpg)
Efri hæð hússins er einkar glæsileg með mikilli lofthæð. Meirihluti hennar er að mestu leyti nýlega endurnýjaður, en Sæja innanhússhönnuður annaðist breytingarnar. Teikningarnar fylgja húsinu.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/297279417_400552518766069_7561854937934055799_n.jpg)
Þau Arnar og Kristín fóru sitt í hvora áttina fljótlega eftir að mál Vítalíu Lazarevu komst í hámæli í fjölmiðlum. Arnar og Vítalía höfðu átt í ástarsambandi, en það var í gegnum Arnar sem hún komst í kynni við mennina þrjá sem hún hefur lýst að hafi brotið á henni í sumarbústaðaferð. Í byrjun sumars kærðu mennirnir þrír, þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson, þau Arnar og Vítalíu fyrir tilraun til fjárkúgunar. Arnar kom í framhaldi fram í viðtali við RÚV og þvertók fyrir ásakanirnar.
Vítalía sagði frá því í byrjun júlí að hún væri búin að fara í skýrslutöku vegna kynferðisbrotakæru á hendur mönnunum.
Fasteignaauglýsinguna má skoða hér.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/299039928_5548217925200110_2731919095609754244_n.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/298914547_742509190314928_4312311709736871678_n.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/297279417_400552518766069_7561854937934055799_n.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/08/298930631_1244452962987108_1778904391745847351_n.jpg)