Þegar kemur að sjónvarpsefni má segja að sumt eldist afar vel á meðan annað eldist frekar illa. Svo er það sjónvarpsefnið sem eldist bara alls ekki vel og ætti frekar heima að sumra mati, ofan í skúffu gleymskunnar. Aðrir segja að þetta sé fín heimild um tíðaranda sem var við líði á sínum tíma.
Mannasiðir Gillz voru þættir sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2011 og skartaði einvalaliði leikara. Þættirnir voru byggðir á bók með sama nafni, eftir Egil Einarsson, kallaður Gillz. Í þáttunum eru leikin atriði sem sýna á karlmönnum hvernig eigi að haga sér og hvernig ekki, í mismunandi aðstæðum í lífinu. Er um að ræða einhverskonar grínsketsa að ræða sem í dag falla ekki allir í kramið, sumir alls ekki. Þarna má finna leiðbeiningar um það hvernig maður eigi að haga sér í kringum blökkumann, tengdó og hvernig maður á að vera góður vængmaður, svo eitthvað sé nefnt.
Á Twitter hafa nokkrir verið að benda á að enn megi sjá klippur úr þáttunum inni á Vísi.is og vilja losna við þær. Andrea nokkur vill til dæmis ekki sjá að klippan þar sem Gillz sýnir hvernig maður eigi að haga sér í kringum blökkumann, sé inni á Vísi.is vegna rasismans sem þar er að finna.
„Hvernig má það vera að þetta rasíska ógeð sé bara í spilun @visir_is?“ spyr Andrea og birtir téð myndband.
Önnur kona bendir á myndbandið hér fyrir neðan sem má segja að eldist sérlega illa. Þar sést Gillz tala um það hvernig maður eigi að vera góður vængmaður þegar maður fer út á galeiðuna. Arnar nokkur Grant leikur vængmanninn sjálfann en Arnar hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna ásakana ungrar konu á hendur honum en hún segir hann hafa meðal annars hálfpartinn selt hana vini sínum. Hér má sjá myndbandið:
Sjá einnig: Arnar Grant í leyfi frá World Class í kjölfar ásakana