Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Árni Grétar var einn fremsti raftónlistarmaður Íslands: „Hann var hlý sál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og greint var frá fyrr í dag lést tónlistarmaðurinn Árni Grétar Jóhannesson í gær en hann var þekktur undirlistamannsnafninu Futuregrapher.

Árni hafði um árabil verið einn af fremstu raftónlistarmönnum Íslands og hafa fáir íslenskir tónlistarmenn gefið út jafn mikið af tónlist og hann gerði þrátt fyrir að hafa verið aðeins 41 árs gamall við andlát. Auk þess að búa til tónlist hjálpaði hann öðrum tónlistarmönnum að koma sinni tónlist á framfæri og var einn af stofnendum Möller Records og þá stofnaði hann útgáfufyrirtækið Móatún 7 árið 2018 sem hefur gefið út tónlist eftir listamenn á borð við Jóhannes Pálmason, Myoptik og BioFusion.

Hann kom reglulega fram á tónleikum og spilaði meðal annars á Iceland Airwaves, Sonar Reykjavík, Aldrei fór ég suður og Extreme Chill auk þess að spila erlendis með reglulegu millibili.



Í einlægu viðtali sem Árni veitti Morgunblaðinu árið 2016 ræddi hann meðal annars erfiðleika sem hann hafði gengið í gegnum en hann hafði glímt við átröskun frá 2004 „Mamma mín dó árið 2004 en þá var pabbi minn líka lát­inn. Þegar ég missti hana fór ég að leita að til­gangi í líf­inu. Ég leidd­ist út í neyslu en út frá því byrjaði þetta stöðuga sjálfsniðurrif út af mínu út­liti, að ég væri ekki nógu flott­ur og ekki í nógu góðu formi. Ég var stans­laust að hugsa ein­hverj­ar svona hugs­an­ir þangað til haustið 2004, þá kastaði ég fyrst upp eft­ir mat­ar­lotug­ræðgik­ast,“ sagði Árni Grét­ar í viðtalinu.

„Það sem er ein­kenn­andi fyr­ir þenn­an sjúk­dóm er að maður er í svo rosa­lega mik­illi af­neit­un. Sjálfs­blekk­ing­in er svo gíf­ur­lega sterk að maður er í raun­inni að ljúga að sjálf­um sér, þetta verður bara al­gjör sýra.“

Árna lét taka til sín á fleiri sviðum en hann starfaði sem leiðbeinandi á leikskólanum Brákarborg í langan tíma. „Reyni mitt besta í að kenna börnum og að vera til fyrirmyndar. Gleymi oft mörgu, en þá er gott að hafa börnin í kringum sig sem minna mann á,“ sagði hann um vinnu sína á leikskólanum á Facebook.

„Árni var frábær samstarfsmaður. Það var alltaf hægt að treysta á hann og hann veitti manni allan þann stuðning sem hægt var að biðja um á erfiðustu dögunum í vinnunni. Ég á eftir sakna hans gífurlega mikið. Hann fékk mig til að brosa á hverjum degi og hann var hlý sál,“ sagði fyrrum samstarfsmaður Árna við Mannlíf um andlát hans.

Árni lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -