Uppistandssýningin Big, Small Town Kid frá grínistanum Arnóri Daða er komin á streymisveitur VOD Sjónvarp Símans og Vodafone.
Í tilefni þessa verður haldið upp á útgáfuna, því Arnór og fimm aðrir magnaðir grínistar munu troða upp á skemmtistaðnum Húrra, Tryggvagötu 22, þann 12. ágúst til að fagna áfanganum!
Kynnir kvöldsins er hinn margverðlaunaði uppistandari, Mauricio Villavizar. Dagskráin er ekki af verri endanum en á stokk munu stíga: Gísli Jóhann, Emily Pitts, Þórhallur Þórhallsson, Hugleikur Dagsson og sjálfur Arnór Daði.
Arnór Daði vann til þrennra verðlauna fyrir sýninguna sína á Reykjavík Fringe hátíðinni, árið 2020 og vakti athygli Stand Up Records, sem er stærsta sjálfstæða grín-útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er þekkt fyrir að gefa út efni upprennandi grínista sem og eldri reynslubolta eins og Hannibal Buress, Mariu Bamford, Joan Rivers, Patton Oswalt og David Cross.
Hægt er að kaupa miða hér