Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Árný Fjóla jafnar sig eftir barnsburð: „Blæðandi, svitnandi, mjólkandi, grátandi og hamingjusöm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Blæðandi, svitnandi, mjólkandi, grátandi og hamingjusöm. Það er sko alls ekki sjálfgefið að jafna sig hratt og vel eftir barnsburð.“

Svona hefst færsla Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur, eiginkonu Daða Freys Péturssonar, en allir Íslendingar þekkja til þessara tónelsku hjóna sem stóðu sig frábærlega í Eurovision í vor. Ofurparið eignaðust sitt annað barn í síðasta mánuði og er Árný bæði glöð og grátandi yfir stækkun fjölskyldunnar:

„Ég hef gefið sjálfri mér tíma til að hvílast, gróa, gráta og gleðjast yfir nýju og breyttu lífi. Heppnari konu er varla hægt að finna með besta manninn og bestu börnin. Takk líkami, takk vinir, takk fjölskylda.“

Með færslu sinni birti Árný mynd af sér eftir barnsburðinn en líkt og alþjóð veit var hún ólétt þegar Daði Freyr og Gagnamagnið keppti í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrr á þessu ári. Þau stóðu sig með prýði og enduðu í fjórða sæti keppninnar. Og hjónin Daði og Árný voru ekki lengi að nefna nýfædda barnið, og það nafn er sko ekki af verri endanum; Kría Sif Daðadótt­ir.

Þau Daði Freyr og Árný eiga fyrir tveggja ára dótt­ur sem heit­ir Áróra Björg. Í dag býr þessi fallega og skemmtilega fjölskylda í Þýskalandi – í borginni Berlín; þar er nóg að gera í tónlistinni og barnauppeldinu.

Mannlíf óskar parinu til hamingju með nýjasta meðliminn í fjölskylduna.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -