Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Aron Einar rifjar upp versta augnablikið á ferlinum: „Það var ekki sofið eina sekúndu þá nóttina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Götustrákar á dögunum. Þar ræddi hann um ferilinn og fleira áhugavert.

Í liðnum „Hvað er“ spurðu Götustrákarnir fyrirliðann spurninga sem byrjuðu á hvað er … en þar var hann meðal annars spurður út í versta augnablikið og versta þjálfarann.

Hér er brot úr liðnum:

„Hvað er besta móment á ferlinum?“

„Ætli það sé ekki þegar við komumst fyrst á EM. Ég held að það hafi verið ákveðinn hápunktur. En það eru nokkur, að komast upp í úrvalsdeild en ég held að það sé ekkert meira special en að komast á fyrsta stórmótið með landinu sínu. En svo er það Austurríki og England, þetta eru geggjaði leikir sem verða aldrei gleymdir held ég.“

„Hvað er versta mómentið á ferlinum?“

- Auglýsing -

„Versta móment? Vá. Ég held að það sé Króatía úti. Ég átti bara mjög lélegan leik. Þetta var fyrir HM 2014 í Brasilíu. Við vorum í playoffs þar og áttum góðan leik hér á heimavelli. Og þeir fengu rautt þarna úti. Þeir voru eitt núll yfir og okkur vantaði bara eitt mark til að jafna og þá hefðum við farið áfram á útivallarmarki en við vorum bara skelfilegir í þessum leik og þar á meðal ég sjálfur. Mér hefur aldrei liðið jafn illa á fótboltaferlinum inni í klefa eftir þann leik. Það er ekki oft sem mér er skipt út af en mér var skipt út af í þessum leik. En ég held samt að þetta hafi verið skrifað í skýin, við vorum ekki tilbúnir. Ef við hefðum farið á HM í Brasilíu 2014 þá hefði bara verið valtað yfir okkur. Við vorum ekki ready sem lið.“

„Það hefur verið þungt andrúmsloftið?“

„Þú getur rétt ímyndað þér það. Það var ekki sofið eina sekúndu þá nóttina.“

- Auglýsing -

„Hvað er mest óþolandi þjálfari sem þú haft?“

„Auðveld spurnin, án þess að ég vilji henda honum eitthvað fyrir lestina. Við áttum bara ekki saman. Russell Slade heitir hann, hann var með mér í Cardiff. Þetta var tímabilið fyrir EM en ég var ekkert að spila, hann var bara með mig á bekknum sem er allt í góðu, maður tekur það ekki mikið inn á sig en hann var bara ekki honest. Ef ég verð þjálfari ætla ég alltaf að vera hreinskilinn því ég lærði svo mikið þessum tíma því hann var bara: „Já, þú spilar í næsta leik“, þetta var kortér í EM. Og ég ætlaði að vera í leikformi og klár fyrir stórmótið. En svo horfði ég alltaf á starting elleven og þá var ég bara alltaf á bekknum og hugsaði bara „Jesús kristur!“, þannig að þetta var gæi sem ég náði bara engan veginn saman við.“

Hægt er að sjá allt viðtalið og meira til hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -