Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Ása Dóra varð móðir um fimmtugt á afmælisdegi látins eiginmanns: „Maður finnur sér bara leiðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Dóra Finnbogadóttir eignaðist sitt fyrsta barn um helgina en hún verður fimmtug á árinu. Áslaug sagði sögu sína í forsíðuviðtali við Mannlíf í október en hún missti eiginmann sinn í sjóslysi. Hún greindi frá fæðingunni í Íslandi í dag á Stöð 2.

Ása segist alltaf viljað verða móðir en hún segir árin hafa flogið frá sér: „Þetta var eina markmiðið í lífinu að eignast fjölskyldu og fullt af börnum en lífið stundum fer ekki alveg eins og maður ætlar sér“.Hún missti barn á meðgöngu fyrir 21 ári síðan. Þegar Ása skoðaði glasafrjóvgun var henni sagt að hún væri of þung, eftir að hafa gengist undir magaermisaðgerð áttaði sig hún á því að nú væri hún búin að léttast nóg til að mega fara í glasafrjóvgun en þá var það um seinan: „Þá var ég orðin of sein út af eggjunum. Hérna á Íslandi má uppsetning ekki fara fram seinna en á 49. afmælisdeginum sem var 18. júní í fyrra. En maður finnur sér bara leiðir.“

Þarna voru hennar egg búin, Ása fór á biðlista eftir gjafaeggjum en hún segir það hafa gengið hægt fyrir sig: „Þegar ég var orðin nógu létt þá gekk eggjalistinn hérna heima svo hægt. Ég var númer 28 á listanum eftir eitt og hálft ár.

Ása fór í uppsetningu til Lettlands í gegnum íslenska fyrirtækið Medical Travel og þar varð hún ófrísk af dóttur sinni: „Þar var sett inn lítil stjarna og þetta tókst í fyrstu tilraun. Hún segir meðgönguna hafa gengið vonum framar.

Ása missti eiginmann sinn í sjóslysi árið 2015, dóttir hennar fékk sama afmælisdag og eiginmaðurinn, þann 30.janúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -