Ástarlínan frá Purity herbs Ástarvörurnar frá Purity herbs eru tilvaldar í svefnherbergið til þess að auka unað í ástarlífinu en vörurnar hafa vakið töluverða athygli. Purity Herbs var stofnað á Akureyri árið 1994 af Ástu Kristínu Sýrusdóttur og André Raes, eftir að hafa uppgötvað ótrúlegan árangur eftir notkun á heimagerðu, náttúrulegu jurtakremi.
Kveikjan að stofnun Purity Herbs var af einskærri af tilviljun. Ásta vann þá á leikskóla og notaði eitt kremið, Undrakrem, á lítinn dreng í skólanum sem var með mikil húðvandamál. Ástand hans batnaði til muna á skömmum tíma sem varð til þess að afi drengsins, Böðvar Jónsson apótekari í Akureyrarapóteki, kom að máli við þau um að stofna fyrirtæki um framleiðsluna. Böðvar ásamt Elínu Antonsdóttur ráðgjafa hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar studdu þau og hvöttu til dáða, þar með fóru hjólin að snúast og Purity Herbs var stofnað árið 1994. Purity Herbs varð þannig eitt fyrsta snyrtivörfyrirtækið á Íslandi til að framleiða náttúrulegar snyrtivörur. Núna eru vörurnar orðnar 40 talsins og eru seldar víðsvegar um heiminn og hafa hlotið mikið lof fyrir gæði.
Ástarlínan frá Purity Herbs hefur vakið verðskuldaða athygli en vörurnar eru þrjár talsins og
nefnast Ástarleynd, Ástareldur og Unaðsolía. Ástarleynd er 100 prósent náttúrulegt og örvandi sleipigel sem hefur að geyma kyngimagnaða og kynörvandi jurtablöndu. Gelið vekur upp löngun og losta og opnar nýjar víddir í kynlífinu. Ástareldur er mögnuð, krydduð og kynörvandi nuddolía sem kveikir eld og eykur unað. Ástareldur er hin fullkomna líkamans nuddolía sem hefur áhrif bæði á huga og líkama og er hægt að nota á allan
líkamann. Einnig frábær fyrir konur á breytingaskeiðinu.
Að lokum er það Unaðsolían en hún er nuddolía fyrir elskendur með unaðslegum ilm. Unaðsolían inniheldur bæði jurtir og ilmkjarnaolíur sem þekktar eru fyrir að hafa kynörvandi eiginleika. Olían er tilvalin til þess að koma maka þínum á óvart í ástarlífinu og bjóða upp á nudd með Unaðsolíunni.