Fjölmiðlastjarnan Oprah Winfrey keypti nýlega sitt áttunda hús. Húsið er í spænskum stíl og hannað af James Osborn Craig, árið 1919. Húsið er af dýrari gerðinni en greiddi hún tæpa sjö milljónir dollara fyrir nýja heimilið.
Oprah, sem er mikill dýravinur, á einnig hesthús í næsta nágrenni við húsið en aðrar eignir Opruh eru meðal annars í Hawaii, Washington og Colorado.
Það vantar ekki plássið í innkeyrsluna í nýjustu eign Winfrey. Spænskur stíll varð algengur í vesturlöndum og suðvesturríkjum Bandaríkjanna snemma á 20. öld. Tvö svefnherbergi, þrjú baðherbergi eru í eigninni og ótrúlegt en satt – upprunalegir gluggar. Hátt er til lofts, franskar hurðir og garðurinn af stærri gerðinni.
Stærðarinnar sundlaug er í bakgarðinum með heitum potti.
Borðstofa
Aðkoman er falleg.