Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Auðunn Blöndal gaf peningana til Barnaspítala Hringsins: „Set vinninginn undir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður og leikari, vann 1757 evrur, tæplega 250 þúsund krónur, er hann veðjaði á úrslit Manchester United og Liverpool í gærkvöldi.

Stórleikur þriðju umferðar í efstu deild Bretlands í knattspyrnu var leikinn í gær en þá mættust erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool. Stuðullinn hjá veðbönkum var ansi hár hjá heimamönnunum í Manchester enda byrjuðu þeir tímabilið afleitlega.

Auðunn Blöndal virðist hafa fundið á sér að Liverpool-menn myndu sýna fáséða linkind í leiknum og veðjaði því á sigur Manchester. Stuðullinn var um 5 og því ágætis peningur í boði fyrir þá sem lögðu háar upphæðir á þann sigur. Heimamenn unnu leikinn 2-1 og vann Auðunn heilar 1.757 evrur eða 247.016 kr. og 63 aura.

Þegar ljóst var að fjölmiðlamaðurinn góðkunni hefði unnið veðmálið skrifaði Daníel nokkur á Twitter-reikning Blöndals, að Barnaspítali Hringsins „hefði frekar þegið þessa gjöf“. Auðunn tók vel í þá hugmynd og ákvað því að gefa barnaspítalanum peninginn og gerði gott betur. Hann skoraði á veðbankann, Coolbet Island að gefa sömu upphæð til Hringsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -