Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Auðunn opnar sig um aðskilnað í nýju lagi: „Ég er að elta drauminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðunn Luthersson einnig þekktur sem Auður gefur út lagið Reel in þann 30. ágúst.

Lagið Reel In er annað lagið sem hann gefur út undir nafninu Luthersson. Fram kemur í fréttatilkynningu um smáskífuna að hljóðheimur lagsins er falleg og brothætt blanda af hrollvekjandi bassa, sársaukafullum gítar og melódísku píanóspili. Lagið er samið af Auðuni, franskaa tónlistarmanninum Elias Abid (Venbee, Appleby, YSA) og breska listamanninum Matthew Harris (twoswords, ChiChi, Foreign Beggars).

Auðunn Luthersson
Ljósmynd: Ari Michaelson

Ábreiðu lagsins vann Auðunn með Gianni Gallant einnig þekktur sem PleaseNoPhotos.

„Lagið fjallar um aðskilnað, bæði inn á við og út á við. Þessi tilfinning að fjarlægjast einhverjum aðstæðum til þess að geta unnið úr innri togstreitu,“ segir Auðunn í fréttatilkynningunni.

Auðunn er búsettur í Los Angeles og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökur. 

- Auglýsing -

„Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu lagi og fleirum sem eru á ensku. Ég finn að mér finnst orðið miklu þægilegra að semja á ensku þegar er hérna úti. Ég er rosa heppnin að hafa fæðst hérna í Bandaríkjunum og vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og get unnið hér að vild,“ segir Auðunn og bætir við: 

„Það er auðvitað fyndið að vera Íslendingur hérna í Los Angeles. Maður pælir ekkert í því þegar maður er bara í Hafnarfirði hvað það er merkilegt að koma frá svona litlu landi og hversu stór hluti af manni það er í raun og veru. Hér hefur fólk rosa áhuga á tónlistinni sem kemur þaðan, náttúrunni og menningunni. Ef fólk er ekki nýkomið úr fríi þaðan þá segjast allir vilja ferðast þangað sem gerir mig rosa stoltan.“

Auðunn segir að samkeppnin sé mjög mikil á Bandaríska tónlistarmarkaðnum.

- Auglýsing -

„Ég er að vinna fimm eða sex daga í viku. Ég er að elta drauminn. Maður parast með alls konar fólki og ég er duglegur að segja bara já við öllu. Ég gerði lag með Finnskri þungarokkshljómsveit sem vill meiri popphljóðheim í síðustu viku og síðan rappara frá Gana daginn eftir. Það hjálpar mér að kunna á nokkur hljóðfæri svo ég treysti mér í hvaða tónlistarstefnu sem er.“

Framundan er Auðunn að skipuleggja tónleika í Los Angeles og útgáfu á fleiri lögum.

Hlusta má á Reel in hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -