Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Auður hæstánægður með samstarfið við Bubba: „Það er heiður að gera lag með þjóðarskáldi“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er heiður að gera lag með þjóðarskáldi. Þegar Bubbi bað mig um að vinna með sér gat ég ekki annað en sagt já. Sem krakki mæmaði ég með Utangarðsmönnum, spilaði á luftgítar, hoppaði í rúminu og þóttist vera á sviði einn inni í herbergi. Fjöllin hafa vakað er fyrsta lagið sem ég lærði á gítar. Núna er ég að gefa út lag með honum,“ segir tónlistarmaðurinn Auður um nýtt lag sem hann og Bubbi Morthens gáfu út á miðnætti.
Lagið, Tárin falla hægt, er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið.
Bubbi Morthens er hæstánægður með samstarfið.
„Frá því ég heyrði í Auð í fyrsta skipti vissi ég að þarna væri kominn listamaður sem hefði vægi. Og ég hugsaði: Ég verð að vinna með honum einn daginn,“ segir hann.

Lagið er samið af þeim báðum en upptökustjórn og helsti hljóðfæraleikur var í höndum Auðuns. Á bassasyntha spilar Magnús Jóhann Ragnarsson, hljóðblöndun var unnin af Styrmi Haukssyni, ljósmyndina tók Vignir Daði Valtýsson og lagið er gefið út af Öldu Music.

Bubbi hefur nú sýnt yfir 100 sýningar af söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu sem var jafnframt valin sýning ársins á Grímunni. Auður var tilnefndur til Grímunnar fyrir tónlist sína í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu. Lagið er komið á Spotify og er að finna hér.

Tárin falla hægt
ég er fífl ég er skúrkur

ég hef séð tár, grátandi stúlkur

brennt þorp, kirkjur og brýr

- Auglýsing -

bálför sem reyndist mér dýr

hef misst kjarkinn, ég hef séð þokuna

kraftaverk, dauða og heimsenda

- Auglýsing -

ég hef dottið hrapað í holurnar

stend upp hvern dag og drep innri dópista

ég hef séð reykinn

tekið pillurnar

ég hef kysst stelpur

gert þær einmana

tárin falla hægt

sem að vega mest

ég er skíthæll,

ég er snillingur

aðeins guð mun klára mína setningu

tárin falla hægt

sem að vega mest

fólkið hatar mig

elskar mig

aumingi og þjóðargersemi

hirðfíflið, kóngurinn

ruddi, eðalmenni, dólgurinn

ég er málverkið

ég er pensillinn

ég er misheppnuð saga og fyrirmynd

gamall úlfur, burðast með þröskuldinn

ég er naglinn, andinn og sonurinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -