- Auglýsing -
Baldur og Felix heimsóttu varðskipið Freyju og Friðrik Höskuldsson, fyrsti stýrimaður, sýndi þeim skipið og fræddi um störf Landhelgisgæslunnar.
„Þetta var mjög merkileg heimsókn og hjálpaði mér mikið að skilja áskoranir okkar í öryggismálum. Landhelgisgæslan er þar í broddi fylkingar í svo fjölbreyttum málum. Þar skiptir gæslan miklu í baráttunni okkar við náttúruöflin sem leika stundum heilu byggðalögin illa, við öryggi sjómanna í kringum landið en einnig í að hafa eftirlit með hafsvæðunum okkar. Verkefnin aukast og ábyrgðin með. Við þurfum að tryggja að Landhelgisgæslan geti verið ávallt viðbúin þegar á þarf að halda,“ sagði Baldur um heimsóknina.