- Auglýsing -
Kosningaskrifstofa Baldurs Þórhallsonar og Felix Bergssonar opnar á morgun.
Opnun kosningaskrifstofu Baldurs og Felix verður á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 16:00 að Grensásvegi 16. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.
Í fréttatilkynningu um opnunina segir að Baldur og Felix muni „að sjálfsögðu“ tala við gesti um sýn sína á forsetaembættið ásamt þeim stefnumálum sem þeir setja á oddinn.
Og skemmtiatriðin eru ekki af verri endanum en Reykjavíkurdætur, Salka Sól og Gunni og Felix munu skemmta gestum.
Baksturshópur framboðsins mun svo sjá til þess að allir fái veitingar við sitt hæfi.