Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Barnfóstra John Stamos misnotaði hann í æsku: „Ég pakkaði því niður eins og fólk gerir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

John Stamos opnar sig upp á gátt í endurminningarbók sinni sem kemur út á næstunni. Bókin heitir If You Would Have Told Me en sennilega er mesta uppljóstrunin í bókinni, kaflinn þar sem hann lýsir kynferðislegri misnotkun sem hann varð fyrir í æsku.

Í bókinni segir leikarinn góðkunni frá því er hann var beittur kynferðislegu ofbeldi af barnfóstru þegar hann var krakki. Stamos opnaði sig um misnotkunina í viðtalið við People í gær en þar sagði hann að það hefði þurft bók til þess að hann áttaði sig á hversu óviðeigandi meint hegðun kvenkyns barnfóstru hans var.

„Ég meina, ég vissi, þetta var alltaf á bakvið eyrun, og ég held mikið upp vörnum fyrir fórnarlömbum. Mér leið eins og ég mundi það örlítið. Það hefur alltaf verið til staðar, en ég pakkaði því niður eins og fólk gerir, ekki satt?“

Þegar brotin áttu sér stað, sagði Full House-stjarnan ekki neinum frá hvað gerðist en sagði sjálfum sér þess í stað: „Æ, svona eru stelpur, gaur.“

„Þetta var eins og þú værir að þykjast vera dauður svo þær myndu hætta. En þetta var ekki algjörlega aggresívt. Ég veit ekki, þetta var ekki gott.“

Stamos hafðu áður ætlað að tala um misnotkunina en það var þegar hann átti að halda þakkarræðu fyrir verðlaun sem hann hlaut fyrir vinnu sína fyrir misnotuð börn. En hann hætti við þegar hann var að skrifa ræðuna. „Ég byrjaði að skrifa þetta, og það var þá sem þetta kom allt út.“ En svo áttaði hann sig á því að þetta væri ekki réttur tíminn til að segja frá þessu. „En svo hugsaði ég, „Nei, kvöldið snýst ekki um mig. Það snýst um börnin. Ég ætla að pakka því niður aftur og velja betri tíma til að segja frá þessu“.“

Bætti hann við: „Ég vildi ekki að fyrirsagnirnar yrðu um þetta, og ég vildi ekki að bókin yrði bara um þetta. Þetta er kannski blaðsíða eða eitthvað, en ég fannst ég þurfa að tala um þetta. Þetta var skrítið. Þetta er eitthvað sem gerðist þegar ég var, minnir mig, ég var sennilega 10, 11 ára þegar þetta gerðist. Ég hefði ekki átt að þurfa að takast á við þessar tilfinningar.“

- Auglýsing -

Ein af ástæðunum sem Stamos stígur fram nú er sú að hann er nú faðir fimm ára drengs, Billy, sem hann á með eiginkonu sinni Caitlin McHugh Stamos. „En ég skal segja þér það, að ef ég kæmist að því að einhver væri að gera þetta við son minn, þá væri það allt annað mál.“

Bókin segir Stamos, breyttist úr því að verða „hetjusaga“, eins og hún átti að vera, yfir í að verða „mannleg saga“, en hann bætti við að það hafi verið „erfitt að vera 100 prósent hreinskilinn“ í byrjun. Bókin kemur út þann 24. október.

Fréttin er unnin upp úr frétt Perez Hilton.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -