Stefán segir að fólk keppist við að hafa skoðun á hinu nýja skrifstofuhúsi Alþingis en hann sé nokkuð sáttur:
„Ég hef aðeins fengið að skoða Smiðju, nýja skrifstofuhús Alþingis, sem fólk keppist við að hafa skoðun á. Ég er frekar sáttur. Mér finnst margt í hönnunni flott, þótt það sé kannski misjafnlega praktískt miðað við starfsemina.“ Þetta skrifaði Stefán í gær á Facebook en bendir síðan á eitt atriði varðandi bygginguna sem truflar hann.
„Það truflar mig hins vegar að hönnunin er með þeim hætti að mjög erfitt er að koma nokkurri myndlist fyrir á veggjum. Hugmyndin virðist vera sú að einu listaverkin sem eigi að fá að standa í byggingunni séu þau sem gert var ráð fyrir í upphafi.“
Í loka orðum sínum sakar Stefán arkitekta um hroka: