Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Bendir á eitt atriði varðandi Smiðju, sem truflar hann: „Ansi hrokafull nálgun hjá arkitektum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Smiðja, nýtt skrifstofuhús Alþingis var opnað almenningi á dögunum en fjölmargir nýttu sér opnunina og kíktu í heimsókn. Sitt sýnist hverjum um ágæti byggingarinnar en Stefán Pálsson sagnfræðingur er nokkuð ánægður, fyrir utan eitt ákveðið atriði.

Stefán segir að fólk keppist við að hafa skoðun á hinu nýja skrifstofuhúsi Alþingis en hann sé nokkuð sáttur:

„Ég hef aðeins fengið að skoða Smiðju, nýja skrifstofuhús Alþingis, sem fólk keppist við að hafa skoðun á. Ég er frekar sáttur. Mér finnst margt í hönnunni flott, þótt það sé kannski misjafnlega praktískt miðað við starfsemina.“ Þetta skrifaði Stefán í gær á Facebook en bendir síðan á eitt atriði varðandi bygginguna sem truflar hann.

„Það truflar mig hins vegar að hönnunin er með þeim hætti að mjög erfitt er að koma nokkurri myndlist fyrir á veggjum. Hugmyndin virðist vera sú að einu listaverkin sem eigi að fá að standa í byggingunni séu þau sem gert var ráð fyrir í upphafi.“

Í loka orðum sínum sakar Stefán arkitekta um hroka:

„Þetta finnst mér vera ansi hrokafull nálgun hjá arkitektum og ekki sérstaklega íþróttamannsleg gagnvart annarri stétt listamanna, sem eru myndlistarmennirnir. Hið opinbera er stærsti og mikilvægasti kaupandi listaverka í samfélaginu. Þegar arkitektar hanna byggingar þannig að þær gefa ekki auðveldlega kost á að koma fyrir myndlist grafa þeir undan kollegum sínum. Jafnframt svipta þeir notendur húsanna um ókomna tíð möguleikanum á að endurskapa umhverfið eftir eigin höfði með vali á myndlist. Þetta er helsta umkvörtunarefni mitt varðandi annars ágætt mannvirki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -