Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Bílarisinn sendi blóm og gladdi verkalýðsforingjann: „Svo gerist það að dyrabjöllunni er hringt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stórfyrirtækið B&L tekur á móti nýjum starfsmönnum með einstaklega kærleiksríkum hætti. Ungur maður sem hóf störf hjá bílarisanum fyrir skömmu fékk sendan blómvönd heim daginn áður en hann átti að hefja vinnu. Þetta gladdi verkalýðsforingjann Ragnar Þór Ingólfsson sem setti inn færslu á Facebook til að hæla fyrirtækinu.
„Sonur okkar var að hefja störf hjá BL (B&L) enda mikill áhugamaður um bíla. Það er stór ákvörðun fyrir ungt fólk að velja sér fyrirtæki til að sækja um starf, taka skrefið og ráða sig í vinnu. Svo gerist það að dyrabjöllunni er hringt um kvöldmatarleytið og í gættinni stendur sendill með blómvönd frá fyrirtækinu og korti þar sem hann er boðinn hjartanlega velkominn í hópinn og til starfa,“ skrifar Ragnar Þór sem venjulega er í því hlutverki að tukta fyrirtæki til og tryggja hagsmuni launþega. Hann metur þessa aðgerð fyrirtækisins sem dæmi um góðan hug stjórnenda.
„Þetta er óvenjulegt en sérstaklega ánægjulegt. Vel gert BL,“ skrifar Ragnar Þór, hæstánægður fyrir hönd sonar síns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -