Billy Joel stígur brátt úr hýði sínu og gefur út fyrstu smáskífuna í 17 ár.
Söngíkonið Billy Joel, 74 ára, kemur loksins með nýja smáskífu á næstunni en það hefur ekkert gerst í heil 17 ár.
Billy var ein skærasta stjarna heims á níunda áratug síðustu aldar en meðal þekktustu laga hans eru Piano Man, Uptown Girl, We Didn´t Start the Fire, Honesty og She´s Always a Woman. Árið 1993 kom Billy með mikla endurkomu með plötunni River of Dreams en titillag plötunnar náði hátt á fjölmörgum vinsældarlistum um heim allan.
Nýja lagið ber heitið Turn The Light Back On og er lýst sem „sígildu lagi í Billy Joel-stíl,“ sem feli í sér „aðalsmerki hljóðheims hans“ á sama tíma og það „kynni næsta kafla sögu í hans.“ Lagið kemur út 1. febrúar næstkomandi.
Nú er bara að sjá hvort Billy takist endurkoman eða hvort lagið floppi en miðað við allan þann smellfjölda sem bera nafn Joels, verður að teljast nokkuð öruggt að nýja lagið slái í gegn.
Hér má sjá myndband við hið stórgóða lag Billy Joel, Piano Man: