Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Billy Ray og Firerose trúlofuð: „Heimurinn er betri með þig innanborðs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt ætlaði um koll að keyra vestanhafs í gær þegar kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus og nýstirnið dularfulla Firerose gáfu sterklega í skyn að þau séu trúlofuð. Það gerðu þau með röð ljósmynda þar sem hún skartar gullfallegum og sjálfsagt fáránlega dýrum demantshring á baugfingri. Billy Ray er þekktur fyrir tvennt. Fyrir að vera faðir Miley Cyrus og fyrir að hafa samið leiðinlegasta kántrilag allra tíma, Achy Breaky Heart.

Tónlistarfólkið skrifaði enga sérstaka tilkynningu við myndirnar heldur einfaldlega: „Gleðilegt haust.“

Hvað er með þennan filter?
Ljósmynd: Instagram

Aðdáendur tóku fyrst eftir hringi á fingri Firerose 13. september síðastliðnum þegar söngkonan birti ljósmynd á Instagram þar sem hún sat fyrir framan Music Row í Nashville. Hin ástralska söngkona skrifaði við ljósmyndina „Nýt augnabliksins…“

Aðeins eru liðnir fimm mánuðir síðan Tish Cyrus sótti um skilnað við Billy Ray eftir nærri þriggja áratuga hjónaband. Sagði hún ástæðuna vera „ósættanlegan ágreining“ og sagði þau ekki hafa búið saman síðan 2020.

„Eftir þrjátíu ár, fimm stórkostleg börn og gommu af minningum, höfum við ákveðið að fara í sitthvora áttina – ekki með sorg í hjarta, heldur með ást,“ skrifuðu fyrrverandi hjónin í sameiginlegri tilkynningu. Þau Tish og Billy Ray eiga saman börnin Miley Cyrus, 29 ára, Noah Cyrus, 22 ára, Trace Syrus, 33 ára og Braison Cyrus, 28 ára. Í tilkynningunni skrifuðu þau einnig: „Við höfum þroskast saman, komið upp fjölskyldu sem við erum stolt af en nú er kominn tími á að við sköpum okkar eigin leiðir.“

Billy Ray og Firerose gáfu saman lagið New Day árið 2021 og hafa síðan birst oft saman á ljósmyndum á samfélagsmiðlunum eins og þegar Firerose fagnaði 61 árs afmæli Billy Ray: „Heimurinn er betri með þig innanborð. Til hamingju með afmælið Billy.“

- Auglýsing -
Ekki hrukku að sjá enda filteruð í drasl.
Ljósmynd: Instagram

Sjálf er Firerose á óræðum aldri en talið er að hún sé á miðjum þrítugsaldri, í kringum 25 ára aldurinn þó á ljósmyndum á Instagram mætti halda að hún væri tveggja ára málverk, slík er myndvinnslan.

Eldrós er nýstirni í kántrýheiminum.
Ljósmynd: Instagram

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -