Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Björk og gestir – Listrænn stórviðburður gegn hvalveiðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björk, Högni, Hera Hilmars, JFDR, Guðmundur Arnalds og aðrir gestir munu koma saman á Hjartatorgi fyrir utan plötubúðina Smekkleysu þann 3. júní. Viðburðurinn er skipulagður til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum sem munu fara af stað síðar í júnímánuði og hvetja íslensk stjórnvöld til að stöðva veiðar á langreyðum þegar í stað.

Það verða tveir undirskriftalistar í gangi, íslenskur og alþjóðlegur, sem verða skilað til matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra í næstu viku. Nú þegar hafa safnast 100.000 undirskrifir á Change.org á einum mánuði og á íslenska undirskriftalistanum eru tæplega 18.000 undirskriftir.

Ungir Umhverfissinnar og Nordic Youth Biodiversity Network munu tilkynna málsókn sem er í vinnslu á hendur íslenskra stjórnvalda ef þau afturkalla ekki hvalveiðileyfið strax.

Viðburðurinn hefst klukkan 14:00 við Gömlu höfnina þar sem safnast verður saman við Fífil, bát frá Eldingu og gengið verður að Hjartatorgi í anda ferðalaga sem langreyðar fara í á hverju ári, frá Asóreyjum framhjá Íslandi til Svalbarða.

Saga Garðars verður kynnir á viðburðinum frá kl. 15:00-19:00. Á torginu verður listasmiðja fyrir börn til að mála og búa til sinn eigin fána. Einnig verða tónlistaratriði frá Högna og Jófríði, ræður frá Heru Hilmars, Kristínu Völu Ragnarsdóttur, Ungum Umhverfissinnum og Nordic Youth Biodiversity Network. Inn á milli verða DJ sett með Guðmundi Arnalds, Juanma b2b og Björk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -