Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Björk og Rosalía gefa út kraftmikla smáskífu – Sjáðu myndbandið!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björk og Rosalía hafa sameinað krafta sína og senda frá sér nýja kraftmikla smáskífu sem kallast „Oral“. Þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna saman. Lagið er pródúserað af listakonunum og Sega Bodega. Markmiðið með útgáfu lagsins er að vekja athygli á ógnvekjandi grimmd þegar kemur að sjókvíaeldi og þeim alvarlegu umhverfis- og vistfræðilegu afleiðingum sem sjókvíaeldi hefur.

[Myndverk – James Merry]
Hér má lesa fréttatilkynningu vegna útgáfunnar:

Sögu lagsins má rekja tvö áratugi aftur í tímann. Lagið var samið á tímabilinu milli Homogenic (1997) og Vespertine (2001) en endaði með öðrum ótútgefnum lögum þar sem keimur „Oral“ var ólíkur því efni sem endaði á plötunni. Björk enduruppgötvaði lagið í kjölfar þess að titilinn bar á góma þegar hún var á tónleikaferðalagi um Ástralíu í mars 2023. Í sama mánuði var birt skýrsla sem fjallaði um skaðleg áhrif á íslenskt vistkerfi vegna óljós regluverks í kringum norskt sjókvíaeldi.

Eftir að hafa fundið mikinn samhljóm með málefninu og sem ástríðufull baráttukona fyrir ýmis málefni í gegnum tíðina, fékk Björk Rosalíu til liðs við sig til að lífga lagið við og í kjölfarið vekja athygli á málstaðnum. Sjókvíaeldi var kynnt fyrir Íslendingum þegar norskir viðskiptamenn hófu að kaupa eldisstöðvar í íslenskum fjörðum. Vinnuaðferðir flýta fyrir vexti fiskanna og í mörgum tilvikum með þeim afleiðingum að genabreytingar eiga sér stað í erfðaefni laxanna. Í ofan á lag eru eldisstöðvarnar gróðrarstía fyrir ýmis sníkjudýr og sjúkdóma. Iðnaðurinn á Íslandi hefur tífaldast síðan 2014, upphafleg framleiðsla var undir 4000 tonnum en var komin upp í 45.000 tonn 2021, áætluð árs framleiðsla nú gæti verið allt upp að 106.500 tonnum.

Á Íslandi má finna stærsta svæði ósnertrar náttúru í Evrópu. Úrgangurinn og mengunin sem fylgir sjókvíaeldi ógnar hafsvæðinu og getur skaðað vistkerfi þess til frambúðar. Skortur á reglukerfi og lítið eftirlit með iðnaðinum hefur líka haft þær afleiðingar að þúsundir laxa sleppa reglulega og synda upp í ár á hálendissvæðum Íslands og ögra þannig íslenska laxastofninum.

Björk og Rosalia hafa ákveðið að gefa AEGIS sjálfseignarstofnuninni allan rétt þeirra til tekna af laginu Oral til að berjast gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Plötufyrirtæki þeirra hafa samþykkt að gera slíkt hið sama. Allar tekjur munu ganga til greiðslu lögfræðikostnaðar mótmælenda, aðgerða til að stöðva uppbyggingu eldisstöðva sem skaða dýralíf, afskræma fiska, og skapa hættu á erfðablöndun eldislax við villta laxastofna og skaða þannig möguleika þeirra til að lifa af í náttúrunni. Tafarlausar aðgerðir skipta sköpum.

- Auglýsing -

Frekari upplýsingar um fiskeldi á Íslandi má nálgast á Icelandic Wildlife Fund.
Undirsíða um aegis/oral á vefsíðu Bjarkar: https://www.bjork.com/aegis
Vefsíða Aegis: https://www.aegiswatch.is/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -