Sunnudagur 29. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Brad Pitt er kominn með kærustu: „Þau eru að skemmta sér vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og einn fallegasti maður jarðkringlunnar, Brad Pitt er kominn með nýja kærustu. Er ekki nema 29 ára aldursmunur á þeim.

Samkvæmt heimildum ET er hinn 59 ára stórleikari að deita hina þrítugu Ines de Ramon. „Brad og Ines byrjuðu nýlega að deita. Brad hefur notið þess að eyða tíma með Ines og kynnast henni betur,“ sagði einn heimildarmaður slúðurmiðilsins. „Þetta er enn nýtt, en þau eru að skoða hvert þetta getur farið og líkar hvort við annað. Þau eru að skemmta sér vel.“

Annar heimildarmaður sagði ET að „Brad og Ines eru að deita og allt er nýtt á milli þeirra. Ines er nokkuð rólynd og heldur sig út af fyrir sig. Henni hefur þótt athyglin nokkuð yfirþyrmandi, þegar ljósmyndarar hafa verið að mynda þau saman.“

Enn ein heimild segir að Pitt og de Ramon séu „virkilega skotin í hvoru öðru. Þau tengjast í gegnum sameiginleg áhugamál, eins og list og honum finnst hún mjög gáfuð. Ines er veraldleg, menningarlega sinnuð, svöl og jarðbundin og Brad líka það mjög vel.“

Fyrstu sögusagnir af rómans milli þeirra komu fram er þau sáust í síðasta mánuði á Bono tónleikum í Los Angeles ásamt ofurfyrirsætunni Cindy Crawford og Rande Gerber.

- Auglýsing -

Ines var áður gift The Vampire Diaries leikaranum Paul Wesley en þau giftu sig árið 2019 en skildu snemma þetta ár. Pitt er hins vegar tvígiftur en fyrst var hann giftur Jennifer Aniston frá 2000 til 2005 og svo Angelinu Jolie frá 2014 til 2019. Áður en hann fór að hitta Ines hafði hann verið að hitta fyrirsætuna Emily Ratajowski en það ku víst ekki hafa verið alvarlegt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -