Í dag er dagur einhleypra, 11.11, en þá nota verslunarmenn tækifærið og bjóða upp á afslætti sem beint er að einhleypu fólki. Hefur dagurinn verið auglýstur í íslenskum fjölmiðlum sem „singles day“, eitthvað sem fer mjög í taugarnar á Braga Valdimari Skúlasyni, Baggalúti og íslenskusérfræðingi.
Baggalúturinn orðhagi skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hann kemur með nokkrar tillögur að íslenskum nöfnum á þessum degi:
„Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur.