Brendan Fraser, sem eitt sinn var stórstjarna í kvikmyndaheiminum, er kominn aftur í sviðsljósið og það með látum.
Leikarinn góðlegi, hinn 53 ára Brendan Fraser var eitt sinn ein skærasta stjarna Hollywood en hann lék meðal annars í The Mummy og George of the Jungle við frábærar undirtektir en svo smá saman hvarf hann. Hann meiddist illa á baki er hann lék í The Mummy og þurfti að gangast undir fjölmargar aðgerðir, hann stóð í skilnaði og varð gríðarlega þunglyndur. Allt þetta hafði talsverð áhrif á útlitið, hann þyngdist og hárið þynntist. Svo hætti hann að fá bitastæð hlutverk. Þar til nú.
Á dögunum var kvikmyndin The Whale eftir leikstjórann Darren Aronofsky, sýnd á Venice Film Festival í Feneyjum. Þar leikur Brendan enskukennarar í mikilli ofþyngd sem gerir lokatilraun til að bæta samband sitt við unglingsdóttur sína. Myndin og leikur Brendan fær frábærar viðtökur en á kvikmyndahátíðinni fékk Brendan standandi lófaklapp og sést hann á myndbandi á Twitter tárast yfir viðbrögðunum.
The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd’s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl
— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022
Dwayne Johnson, sem lék með honum í Mummy Returns, skrifaði athugasemd við myndbandið: „Þetta gerir mig svo ánægðan, að sjá þetta fallega lófaklapp fyrir Brendan. Hann studdi mig þegar ég kom inn í Mummy Returns í mínu allra fyrsta hlutverki sem kom Hollywood-ferli mínum í gírinn. Ég styð alla þína velgengni bróðir og hamingjuóskir til vinar míns, Darren Aronofsky. #TheWhale.“
Kvikmyndin verður frumsýnd í almennum kvikmyndahúsum þann 9. desember en er hún fyrsta kvikmyndin með Brendan í aðalhlutverki í næstum því áratug.
„Ferðalag mitt á þann stað sem ég er á núna, hefur verið að kanna eins margar persónur og ég get og þetta hlutverk var stærsta áskorunin sem ég vildi,“ sagði Brendan á blaðamannafundi. „Mér finnst Charlie (karakterinn sem hann leikur), vera mesta hetja sem ég hef nokkurtíman leikið því ofurhæfileikar hans eru þeir að sjá hið góða í öðrum og draga það út and í þeirri vegferð, er hann í sinni eigin hjálpræðisferð.“
ETonline.com sagði frá málinu.