Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Bret Michaels fluttur á sjúkrahús – Poison varð að aflýsa tónleikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bret Michaels söngvari glysrokkhljómsveitarinnar Poison dvelur nú á sjúkrahúsi í Nashville samkvæmt fjölmiðlum ytra.

Rokkarinn var fluttur á spítala um daginn, stuttu áður en hljómsveit hans átti að kokma fram á tónleikum ásamt Def Leppard, Mötley Crüe og Joan Jett and the Blackhearts, samkvæmt People

Hljómsveitarmeðlimir Poison komu á sviðið og tilkynntu gestum að Bret hefði verið fluttur á sjúkrahús og því gæti hljómsveitin ekki komið fram á tónleikunum.

Ekki hefur verið gefið upp hvað orsakar spítalavist Bret en samkvæmt TMZ er ástæðan mögulega sú að um aukaverkanir vegna lyfjatöku rokkarans en hann er með sykursýki 1.

Glysrokktúr Poison er enn á áætlun en næst eiga þeir að koma fram á morgun en ekki er víst hvort spítalavistin hafi frekari áhrif á túrinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -