Bríet birti í gær magnaða útgáfu sína af laginu Bang Bang (My Baby Shot Me Down) sem Cher söng upprunalega en lagið er eftir Sonny Bono.
Söngkonan stórkostlega, Bríet Ísis Elfar birti á samfélagsmiðlum í gær, þriggja ára gamalt myndskeið sem sýnir hana taka lagið inni í vita. Við myndbandið skrifaði hún: „Sá vita fyrir þremur árum og þetta gerðist.“ Lagið sem hún söng er Bang Bang (My Baby Shot Me Down) eftir Sonny Bono en Cher söng það fyrst. Nancy Sinatra gerði það svo ódauðlegt seinna meir. Og nú er komin þessi þrælmagnaða útgáfa Bríetar og spurning hvort hún drífi sig ekki í að gefa þetta út.
Hér má hlusta á hina kyngimögnuðu útgáfu Bríetar á laginu: