Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Britney ræðir hitamál við umdeildan sjónvarpsmann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimsfræga söngkonan Britney Spears er sögð ætla í viðtal hjá hinum umdeilda sjónvarpsmanni Piers Morgan.
Piers hætti í þættinum „Good Morning Britain“ snemma á síðasta ári í kjölfar umdeildra athugasemda um Meghan Markle, eiginkonu Harry bretaprins en virðist nú skipuleggja risastóra endurkomu á skjáinn með aðstoð fjölmiðlamógulsins Roberts Murdoch. Talið er að viðtalið við söngkonuna birtist á nýrri sjónvarpsstöð Murdochs sem heitir TalkTV og fer í loftið á næstu mánuðum.

Ekki er langt síðan Britney hafði betur í dómsmáli gegn föður sínum, Jamie Spears, en lögfræðiteymi söngkonunnar segir föður hennar meðal annars hafa dregið að sér rúmar þrjátíu og sex milljónir dollara eða fjóran og hálfan milljarð íslenskra króna á meðan sá síðarnefndi sá um fjármál hennar.
Britney var svipt lögræði árið 2008 og var því bókstaflega undir stjórn föður síns í 14 ár. Þá var faðir hennar meðal annars gagnrýndur fyrir það að hafa látið Britney syngja á tónleikum á sama tíma og hann hélt því fram að söngkonan hafi ekki verið metin andlega hæf til þess að ráða sínum eigin málum.

Piers Morgan er einn af þekktustu sjónvarpsmönnum í heimi og hefur starfað bæði hjá breskum og bandarískum sjónvarpsstöðum. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, spyr beittra og oftar en ekki óþægilegra spurninga í viðtölum sem oftar en ekki hafa ratað í fjölmiðla út um allan heim.
Ef rétt reynist má ætla að viðtalið við Britney verði ekkert síðra en önnur viðtöl sem Piers Morgan hefur tekið og má því búast við eldfimu viðtali sem kemur ekki til með að fara framhjá heimsbyggðinni. Eins og áður segir er búist við því að sjónvarpsstöðin fari í gang á næstu mánuðum og er talað um að hið meinta viðtal verði tekið upp og birt í lok sumars eða í byrjun hausts.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -