- Auglýsing -
Upptaka af konu sem hringir í beina útsendingu á Bylgjunni fer nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Á Twitter virðist fátt annað rætt.
Í það minnsta tíu ár eru liðin síðan konan hringdi og kvartaði undan framhjáhaldi eiginmanns síns fyrir framan þjóðina.
Þó harmsaga liggi þar að baki þá er atvikið óneitanlega bráðfyndið og því ekki furða að því sé deilt reglulega. Hér fyrir neðan getur þú hlustað á eitt eftirminnilegasta atvik íslenskrar útvarpssögu.