Stórleikarinn Bruce Willis fagnaði þakkargjörðardeginum í fyrradag í faðmi fjölskyldunnar.
Rumer, dóttir Bruce og fyrrverandi eiginkonu hans, Demi Moore, leikkonu, gaf í skyn á dögunum að heilsa föður hennar hafi versnað undanfarið en hann greindist með heilabilun í fyrra og hætti í kjölfarið að leika. Sagðist hún sakna pabba síns mjög.
Birt var falleg mynd af Bruce í faðmi stórfjölskunnar á þakkargjörðardaginn þann 23. nóvember en Demi Moore er reglulegur gestur á heimili Bruce og eiginkonu hans, Emmu Heming Willis fyrirsætu og er í raun fjölskylduvinur enda eiga þau Bruce saman þrjár uppkomnar dætur. Bruce á svo tvær dætur með núverandi eiginkonu sinni.
Hér má sjá myndina:

Ljósmynd: Instagram
View this post on Instagram