Laugardagur 15. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Brynhildur hættir að stýra Borgarleikhúsinu: „Helga mig list­inni að fullu á ný“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur ákveðið að hætta sem leikhússtjóri Borgarleikhússins en greint er frá þessu í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún er sögð hafa verið að velta sér fyrir þessu síðan í nóvember en er nú búin að taka ákvörðun um málið. Síðasti dagur hennar verður 31. mars næstkomandi.

„Bryn­hild­ur tók við stöðu leik­hús­stjóra fyr­ir ná­kvæm­lega fimm árum, þann 14. fe­brú­ar 2020, og hef­ur frá þeim tíma veitt Borg­ar­leik­hús­inu styrka for­ystu, leitt það í gegn­um heims­far­ald­ur og skil­ar af sér góðu búi jafnt list­rænt- sem rekstr­ar­lega,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Að vand­lega íhuguðu máli hef ég ákveðið að helga mig list­inni að fullu á ný og segja starfi mínu sem leik­hús­stjóri lausu,“ er haft eft­ir Bryn­hildi.

Vonast er til að sá sem verður ráðinn taki við fyrir lok yfirstandi leikárs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -