Brynhildur Guðjónsdóttir hefur ákveðið að hætta sem leikhússtjóri Borgarleikhússins en greint er frá þessu í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún er sögð hafa verið að velta sér fyrir þessu síðan í nóvember en er nú búin að taka ákvörðun um málið. Síðasti dagur hennar verður 31. mars næstkomandi.
„Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020, og hefur frá þeim tíma veitt Borgarleikhúsinu styrka forystu, leitt það í gegnum heimsfaraldur og skilar af sér góðu búi jafnt listrænt- sem rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni.
„Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að helga mig listinni að fullu á ný og segja starfi mínu sem leikhússtjóri lausu,“ er haft eftir Brynhildi.
Vonast er til að sá sem verður ráðinn taki við fyrir lok yfirstandi leikárs.