- Auglýsing -
Þau Brynja Scheving, skólastjóri í Balletskóla Eddu Scheving, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eru ekki lengur kærustupar. Þau eru orðin hjón. Parið gifti sig í sól og sumaryli í eyðimerkurborginni Las Vegas í Bandaríkjunum í gær.
Brynja tilkynnti gleðitíðindin á Facebook og birti nokkrar fallegar ljósmyndir frá brúðkaupinu, sem var látlaust en fallegt.
Hér má sjá nokkrar myndir frá brúðkaupinu:
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/12/Las-Vegas-1024x1024.jpg)
Ljósmynd: Facebook
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/12/Koss-1024x1024.jpg)
Ljósmynd: Facebook
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/12/Fognudur-1024x1024.jpg)
Ljósmynd: Facebook