Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Brynjar ætlar að kjósa Katrínu: „Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Brynjar Níelsson hefur bæst í hóp þeirra hægri manna sem styðja Katrínu Jakobsdóttur í baráttu hennar um Bessastaði.

Í gær skrifaði Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hann lýsir „sínum forseta“. Hvergir nefnir hann Katrínu Jakobsdóttur á nafn en engum dylst um hvaða frambjóðanda hann talar um.

„Ég er gjarnan spurður um hvern ég ætli að kjósa í komandi forsetakosningum. Svarið sem allir fá er nokkurn veginn svona: Ég kýs þann sem veit að við búum við þingræði og þekkir stjórnskipan landsins og hlutverk forsetans í henni. Reynsla og þekking í þessum efnum eru mjög mikilvægir kostir. Minn forseti þarf að vita að hann hefur ekki völd en geti haft áhrif til góðs fyrir land og þjóð, bæði heima og erlendis. Reynsla í alþjóðlegum samskiptum er tvímælalaust kostur í þessu embætti.“ Þannig hefst mærufærsla Brynjars.

Næst talar Brynjar um sjarma sem forsetinn þarf að búa yfir og tekur fram að honum þyki „hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“.

„Mínum forseta þarf að þykja vænt um þjóðina og gæta hagsmuna hennar þegar tækifæri gefast. Standa vörð um íslenska tungu og menningararfleifð þjóðarinnar. Það er ekki nóg að klæðast lopapeysu öðru hvoru. Forseti þarf að bjóða af sér góðan þokka, sem er ástæðan fyrir því að ég bauð mig ekki fram, og þarf að vera sjarmerandi þegar við á. Sitt sýnist hverjum um þokka og sjarma. Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi en öðrum kannski ekki. Minn forseti þarf að vera sæmilega vel gefinn, með góða dómgreind og skynsamur og kann að hlusta. Minn forseti má ekki vera stíflaður úr frekju og halda að hann ráði öllu.“

Að lokum segist Brynjar gleðjast yfir fjölda frambjóðanda en að það sé aðeins einn frambjóðandi sem hann hafi dansað við.

„Þar sem forsetaembættið er ekki valdaembætti kýs ég ekki endilega forseta sem samræmist best pólitískri hugmyndafræði minni heldur þann sem er þeim kostum búinn sem ég reifa hér að framan. Ég hef nú ekkert annað en gott að segja um alla þessa frambjóðendur og gleðst yfir því að svona margir vilji þjóna okkur í þessu embætti. En það er samt bara einn frambjóðandi sem ég hef dansað við. Hann hefur alla þá kosti sem prýða má góðan og öflugan forseta. Þeir sem ekki hafa áttað sig á hver er minn forseti þurfa að lesa þessa færslu aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -