Í gær skrifaði Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hann lýsir „sínum forseta“. Hvergir nefnir hann Katrínu Jakobsdóttur á nafn en engum dylst um hvaða frambjóðanda hann talar um.
„Ég er gjarnan spurður um hvern ég ætli að kjósa í komandi forsetakosningum. Svarið sem allir fá er nokkurn veginn svona: Ég kýs þann sem veit að við búum við þingræði og þekkir stjórnskipan landsins og hlutverk forsetans í henni. Reynsla og þekking í þessum efnum eru mjög mikilvægir kostir. Minn forseti þarf að vita að hann hefur ekki völd en geti haft áhrif til góðs fyrir land og þjóð, bæði heima og erlendis. Reynsla í alþjóðlegum samskiptum er tvímælalaust kostur í þessu embætti.“ Þannig hefst mærufærsla Brynjars.
Næst talar Brynjar um sjarma sem forsetinn þarf að búa yfir og tekur fram að honum þyki „hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“.
Að lokum segist Brynjar gleðjast yfir fjölda frambjóðanda en að það sé aðeins einn frambjóðandi sem hann hafi dansað við.