„Við Soffía ákváðum gærkvöldi að bregða undir okkur betri fætinum og fara á árlega hátíð lögfræðinga. Nú bar svo við að vegna efnaskiptasjúkdóms, sem hefur hrjáð mig undanfarin ár, komst ég hvorki í nokkur jakkaföt né fínni skyrtur. Eina sem passaði enn voru dansskórnir. Nú voru góð ráð dýr. Valið stóð um að fara í snjáðum gallabuxum og slitnum bol eða í múslimaserknum sem okkar maður á Spáni hafði skilið eftir heima hjá mér. Ákvað að fara í gallabuxunum til að vera ekki sakaður um menningarnám.“ Þannig hefst Facebook-færsla Brynjars Níelssonar, fyrrum alþingismanns og mannréttindafrömuðar en Soffía er gælunafn hans fyrir eiginkonuna Arnfríði Einarsdóttur. Segir Brynjar að þau hjónin hafi verið lang elst á hátíðinni.
Að lokum segir Brynjar frá því að hann hafi deilt borði með Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata og að veislustjórinn hafi gert of mikið grín að honum.